Klukkan korter í sjö stóð ég framarlega í röðinni í nýju lyftuna. Þá sá ég að starfsmenn Bláfjalla voru alveg að fara að opna gömlu stólalyftuna. Ég taldi að ég myndi græða á því að fara úr röðinni og fara í hina lyftuna. Svo beið ég fyrir framan lyftuna í 10 mínutur og bölvaði sjálfum mér fyrir að hafa farið úr röðinni, ég hugsaði með mér að ég væri kominn langleiðina upp. Á sama augnabliki slokknaði á öllum ljósum og lyftum á svæðinu. Það var orðið rafmagnslaust, enginn vissi af hverju og lyfturnar fullar af fólki.
Ég ákvað að leggja af stað upp brekkuna fótgangandi til að skíða niður í myrkrinu. Ég fór nánast upp á topp og var þetta með skemmtilegri ferðum sem ég hef farið.
Vel gekk að ná fólkinu úr lyftunum og var lyftan orðin tóm þegar ég kom niður um hálf átta leytið.
Mér finnst starfsfólk skíðasvæðanna eiga hrós skilið fyrir skjót og rétt viðbrögð. Vararafstöð var sett í gang eins fljótt og auðið var. Síðan var farið um alla brekkuna og fólki boðin lýsing á leiðinni niður.
Þegar ég var á heimleiðinni keyrði ég framhjá útvarpsbíl sem hafði keyrt niður rafmagnslínuna.
Þrátt fyrir rafmagnsleysið er stefnt að opnun í fyrramálið og vill ég benda öllum þeim sem fóru í dag að þeir geta fengið frítt á morgun gegn framvísun passans.
Svo að lokum ætla ég að koma með veðurspá með tilliti til opnunar í Bláfjöllum næstu daga.
Laugardagur
5 - 12 stiga frost og norlæg átt. Vindurinn gæti verið hvasst og því ekki visst með opnun.
Sunnudagur
5 - 12 stiga frost og norðlæg átt. Heldur hægari vindur en á laugardag. Sennilega opið.
Mánudagur
1 - 5 stiga frost og vestlæg átt. Lyngt fyrri part dagsins en gæti hvesst seinni partinn.
Þriðjudagur og miðvikudagur
-1 - 3 stiga hiti og skúrir eða slydduél. Mjög ólíklega opið.
Fimmtudagur
Kólnandi og él
Um helgina á síðan að vera hiti undir frostmarki. Alls ekki víst með opnun.
Eftir helgi sýna veðurspárnar aftur hláku.
*Myndinni var stolið af mbl.is
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.