Það af þessum svæðum sem mér finnst best er Dalvík. Þar eru tvær langar diskalyftur og flóðlýstar brekkur. Það er hægt að velja úr nánast endalaust af leiðum og það er nánast ekkert grjót í brekkunum, bara bláberjalyng. Á Dalvík eru nánast aldrei biðraðir í lyfturnar. Ég er bara mjög ánægður með skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli(Dalvík) og finn nánast enga galla á því.
Í öðru sæti er svo Siglufjörður. Þar eru þrjár lyftur. Tvær diskalyftur og ein toglyfta. Skíðasvæðið er staðsett á miklum snjósöfnunarstað og er svæðið oft opið langt fram á sumar. Þegar maður er þarna í miklum snjó er hægt að skíða út um allt. Endalaust af náttúrulegum stökkpöllum. Að lokum má bæta því við að ég hef aldrei lent í biðröð í lyfturnar.
Í þriðja sæti eru svo Bláfjöll. Í Bláfjöllum eru langflestar lyftur af öllum þessum svæðum og alltaf er hægt að finna lyftu sem lítil eða engin biðröð er í þegar maður kemur þangað. Gallarnir eru að það er mikið af steinum slæmt viðmót starfsfólks og ekki er reynt að opna þó það sé nægur snjór.
Í fjórða sæti er Ólafsfjörður. Á skíðasvæðinu á Ólafsfirði er ein löng diskalyfta. Efst í brekkunni er mjög mikill bratti sem mér finnst mjög skemmtilegt að leika mér í. Svo er hægt að velja úr ótrúlega mörgum leiðum. Bæði bröttum stuttum leiðum og aflíðandi löngum brautum. Svo er svæðið nánast inni í bænum og þú getur nánast skíðað heim til þín hvar í bænum sem þú átt heima. Viðmót starfsmannanna skemmir ekki fyrir. Þeir eru opnir fyrir öllum hugmyndum og eru ekki strangir á reglum.
Fimmta sætið skipar Hlíðarfjall. Í Hlíðarfjalli eru allnokkrar lyftur og eru þær allar mjög fínar. Þar ber þó hæst að nefna Fjarkann og Stromplyftuna. Svo getur verið alveg æðislegt að labba upp á topp og renna sér alla leið niður dalinn. Það sem dregur þetta svæði niður í fjórða sæti er bæði mikill kostnaður og langar raðir. Það kostar álíka mikið að fara einn dag í Hlíðarfjall og að fara einn dag á Siglufjörð, Ólafsfjörð og Dalvík til samans. Svo ertu bara að borga til að bíða í röð.
Í sjötta og síðasta sæti er Skálafell einfaldlega af því að það er nær aldrei opið!
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.