In-Stat/MDR (MicroDesign Resources) segjast meta stöðuna svo að í lok árs muni Intel hafa 81% markaðshlutdeild. MDR sögðu að P4 frá Intel hafi skilið Athlon frá AMD eftir hvað varðar klukkuhraða og muni halda því áfram svo lengi sem þeir geti haldið áfram að sannfæra notendur um að hærri klukkuhraði sé betri.

MDR spá því einnig að Athlon muni færast yfir í samkeppni við Celeron örgjörvana frekar en P4.

MDR telur einnig að þangað til að AMD komi gefi út Hammer örgjörvana muni Intel halda áfram að ráða ferðinni.

Athyglisvert er að sjá að MDR spáir því líka að hægja muni á þeirri miklu klukkuhraðahækkun sem sést hefur undanfarið og Intel muni fara að einbeita sér betur að því að minnka þann mikla hita sem hraðir örgjörvar gefa frá sér og einnig að verð á örgjörvum muni hækka lítillega en muni þó ekki fara yfir $200 markið.

Rx7