Búist er við að Advanced Micro Devices (AMD) gefi út nýja XP2700+ og XP2800+ örgjörva í október. Þessir nýju örgjörvar verða byggðir á Thoroughbred core-inum. AMD segir að ástæðan fyrir þessu sé að DDR-333 sé að verða standard á markaðinum.
Þó að sagt sé að þessir örgjörvar verði með 333mhz FSB verðum við að muna að þar er verið að tala markaðsetningartungumál þar sem 333mhz þýðir 166mhz þannig að þeir sem voru að sjá fyrir sér að VIA yrði að fara að kreysta út nýtt chipsett geta tekið gleði sína því flest ef ekki öll ný móðurborð komast auðveldlega uppí 166mhz FSB.
AMD segir að notendur megi búast við allt að 8% hraðaaukningu með þessum nýju örgjörvum í samfloti við 333 minni.
Rx7