Ég er búinn að vera að keyra tölvuna mína á Window Vista núna í að verða 3 mánuði. Það sem að kom mér á óvært er að það var með drivera fyrir allan vélbúnaðinn, nema SATA raid stýringu sem að ég setti stýrikerfið upp á. Ég gat notað driver sem er ætlaður XP.
Tölvan mín:
Intel P4 2.8GHz 800bus, 1MB cache
MSI 875P Neo FISR
2x512MB Kingston Hyper-X 400MHz
2xWD Raptor 36.7GB (RAID-Stripe)
Ati 9800 Pro
Þetta er alveg nóg fyrir alla vinnslu í dag. En, með Vista uppsett er það ekki. Örgjörvinn vinnur töluvert meira í Vista eingöngu vegna grafíska útlitsins, þetta er rosalega flott allt saman, sjá gluggana “fade-out/fade-in” en maður verður hundleiður á því til lengdar. Síðan það sem að ég tók samt aðalega eftir er að Vista notar allt að 5x sinnum meira minni! Það er sko ekkert smá! Ef að minnisnotkunin verður álíka mikil þegar það verður gefið út, þá spái ég að lágmarks minnisstærð í tölvu verði 1GB. Vista tekur einnig töluvert meira pláss uppsett, eða um 6GB.
Ég verð samt að vera sammála því að útlitslega séð er Windows Vista rosalega flott, start menu er mikklu flottara en í XP og síðan er IE7 líka flottur.