Fyrirtækið Gainward hefur nú ‘gefist upp’ á Nvidia í sambandi við 7800 512MB kortin.
Þeir eru byrjaðir að framleiða sín eigin kort, byggð á 7800 og með 512MB minni.
Búist er við því að klukkuhraðinn á þessum kortum verði eitthvað hraðari en á Nvidia 7800 512MB.
Einnig eru þeir að gera kort byggð á Geforce 6800 GS og tókst þeim að skella 512MB minni á þau líka.
Það má búast við þessum kortum eftir nokkrar vikur.