Síðasta þriðjudag (16.9.) fannst á netinu (eða in the wild eins og vírusmenn kalla það) exploit kóði fyrir nýjustu tvo RPC DCOM bögga í MS stýrikerfum (einnig Windows 2003). Þetta þýðir að mjög líklega mun koma annar vírus með svipaða dreifingar eiginleika og hinn alræmdi Blaster sem hefur verið að herja undanfarnar vikur því að allt sem í raun þarf að gera er að taka gamla Blaster kóðann og setja nýja exploitið í staðinn fyrir það gamla og þá er annar vírus með mjög mikinn dreifingarhraða kominn.
Því bið ég alla sem lesa þetta að fara undir eins á www.windowsupdate.com (ef þið eruð ekki búnir að því nú þegar) og ná sér í plásturinn fyrir þessa bögga svo að áhrif þessara komandi vírusa verði sem allra minnst og látið þessa aðvörun ganga.
Rx7