Miðað við það sem ég hef séð held ég að 9800 línan frá Nvidia verði ein allsherjar vonbrigði.
Hingað til hefur ný lína hjá Nvidia verið = Nýr kjarni en núna eru þeir búnir að gefa út G92 kjarnan á nýju 8800 kortunum. Performance hoppið mun þar af leiðandi verða margfallt minna en fólk er að vonast eftir.
Gamespot eru búnir að prófa 9800 GX2. Eins og sést á greininni þeirra er afskaplega lítill munur milli 9800GX2 og 8800GT í SLI. Samt kostar 9800GX2 um $150 meira.
Ef spekkarnir milli 9800GTX og 8800GTS 512MB eru skoðaðir þá sést að þau eru afskaplega svipuð. Þau hafa td. nánast sama klukkuhraða í kjarna og minni. Bæði hafa 128 stream örgjörva og 256-bita minnisbraut.
Vanalega þýðir lítið að bera saman spekka en hér erum við að tala um kort sem hafa
sama kjarna.
Performance hoppið frá 7000 kortunum í 8000 var svakalegur. Hoppið frá 8800-G80 í 8800-G92 var jafnvel en þá ótrúlegra því að þá kom rosalegt afl á frábæru verði. Út af þessu hafa 9800 kortin augljóslega verið hypuð í drasl og því miður þá held ég að fólk búist bara við allt of stóru hoppi.