Vona að þetta komi að gagni…
<b>BIOS</b> = Basic Input Output System. Grunnstýrikerfi tölvunnar. Það er grunnhugbúnaður sem að stýrir vélbúnaði tölvunnar og þannig. BIOSinn er staðsettur í litlum tölvukubb á móðurborðinu. Þegar þú ræsir tölvuna fer BIOSinn í gang, gerir einfaldar prófanir á ýmsum vélbúnaði og ræsir svo upp stýrikerfi ef það finnst.
Á nýlegum (eftir kannski 1996) móðurborðum er hægt að “flasha” BIOSinn, þeas. skrifa yfir þann gamla og setja inn nýja útgáfu af BIOSnum, oftast til að lagfæra vandamál.
Óprúttnir aðilar sáu það fljótt í hendi sér að sniðugt væri að gera vírusa sem að skrifa helling af td. núllum (0000000) yfir BIOSinn sem auðvitað gerir ekkert og því startast tölvan ekki. Það sama gerist ef að BIOS flash klikkar, þá verður tölvan að “grænmeti”.
<b>Boot</b> = “Ræsing”. Í stuttu máli er það þegar tölvan finnur stýrikerfi á einhverjum disk, td. floppy, geisladisk eða hörðum disk, og “bootar” eða “ræsir” það kerfi.
Þú getur í BIOSnum stillt á hvaða tæki BIOSinn leitar fyrst að stýrikerfi til að “boota”. Td. ef þú stillir Floppy sem “boot device 1”, geisladrifið sem nr 2 og harðann disk sem nr 3 þá byrjar hann á nr 1 og leitar þar að stýrikerfi, leitar svo alltaf á næsta drifi þar til að stýrikerfi finnst. Ef ekkert finnst færðu villuskilaboð. Athugaðu að ekkert skemmist þó svo að það sé ekkert stýrikerfi. Þú getur bara ekki gert neitt ;)
<b>Tengingar og stillingar harðra diska</b> = Hefðbundnir harðir diskar hafa bara 3 stillingar og tvö tengi. Til eru undantekningar en hinar stillingarnar eru frekar tæknilegar og þurfa ekki nánari útlistun hérna.
Þessi tvö tengi sem eru á hörðum diskum eru:
<i>IDE Tengi : langt og mjótt, gagnatengi.
Rafmagnstengi : 4 pinnar
einfalt? hélt það…</i>
Stillingarnar 3 eru:
<i>Master (MA)
Slave (SL)
Cable Select (CS)</i>
Þessar stillingar eru gerðar með litlu plaststykki sem er sett yfir 2 járnpinna í einu og hleypir þannig rafmagni á milli þeirra. Þetta litla stykki er kallað “jumper” og því heitir að stilla svona að “jumpera”. Hvernig hver og einn diskur er stilltur er sýnt á disknum sjálfum og þessir “jumperar” eru yfirleitt staðsettir hjá IDE og rafmagnstenginu.
<b>Inngangur að IDE köplum</b> = Uh já… Hefðbundinn IDE kapall hefur 3 tengi. Þeir eru líka til með 2 tengjum en það er mun sjaldgæfara. Einn af þessum endum á að tengjast í þar til gerða rauf á móðurborði (endinn með lengra bili milli tengja) en hinir tveir eru til að tengja í td. Harða diska, innbyggð IDE Zip drif, geisladrif osfrv.
Tengið sem að fer í móðurborðið heitir ekki neitt. Tengi númer 2 heitir “slave” tengi (man ekki hvort er hvað :p ) og tengið á hinum endanum heitir “master” tengi. Ef tækið (td. harði diskur) sem þú ætlar að tengja er “jumperað” sem Cable Select, þá fer það eftir því hvaða tengi það er tengt við, hvort að tækið verður Master eða Slave. Kaplarnir eru í dag yfirleitt með haki á annarri langhliðinni sem sjá til þess að það er bara hægt að tengja þá á einn veg. Hins vegar, ef þetta hak er ekki til staðar, þá er það regla að rauða röndin eigi að snúa að rafmagnstenginu.
Ef bæði tengin eru still sem Master eða bæði sem Slave, þá koma upp villur. Ekkert skemmist en annaðhvort finnur tölvan hvorugt tækið eða bara annað.
Á móðurborðum eru yfirleitt tvö tengi fyrir IDE kapla, Primary og Secondary. Þau virka bæði eins en það er samt þumalfingurregla að tengja aðalharðadiskinn, þeas. þennan sem inniheldur Windows (eða hvaða stýrikerfi sem þú ert með), sem Primary - Master og ef þú ert bara með 1 geisladrif, tengja það þá sem Secondary Slave. Að hafa tvö tæki á einum IDE kapli dregur úr hraða tækjanna en er auðvitað óhjákvæmilegt þar sem að flestir vilja hafa fleiri en 2 IDE tæki ;)
<b>Búinn að tengja, búinn að jumpera, hvað svo?</b> = Ekki vona að þú spyrjir. Eftir að þú ert búinn að setja inn diskinn þarf að sjá hvort að BIOSinn finni hann. Farðu inn í BIOSinn, yfirleitt gert með að íta á Delete, F1, F2 eða hvað sem það er, skoðaðu í handbókina sem fylgdi tölvunni þinni. Þar ferðu í IDE HDD Auto Detect. Ef að tölvan finnur diskinn geturu startað upp einhverju stýrikerfi, td. Windows setuppi af geisladisk, formattað diskinn (með NTFS ef það er mögulegt, FAT er lélegt drasl) og notið lífsins.