Menn hafa verið að segja að Mackinn sé dauður frá 1990, en sannleikurinn er sá að Mackinn hefur ekki komið nálægt því að drepast, og er ekkert á leiðinni að drepast.
Gleymdu því ekki að Apple er lang, LANG stærsti tölvuframleiðandi plánetunnar. Á lista yfir stærstu fyrirtæki í heimi sem ég man eftir í fyrra var Apple 100 sætum fyrir ofan Microsoft, og það ætti nú að segja ýmislegt. Hlutabréf Apples hafa margoft fallið niður, en sömu sögu er að segja af Microsoft, Corel, IBM, Packard Bell, HP og in fact flestum risunum. Fjölmiðlum finnst hinsvegar skemmtilegra að níðast á Apple af vel skiljanlegum ástæðum. Þeirri ástæðu að þeir eru dálítið sérstaðir. Ef þeir segðu “IBM fer að drepast!” þá væri öllum skítsama vegna þess að þeir geta haldið áfram að kaupa sama vélbúnað frá 13 milljón öðrum framleiðendum, en það hefur stærri áhrif á líf iðnaðarins ef Apple drepst, og því er skemmtilegra að segja frá því, og því er talað meira um það.
PhotoShop var upphaflega hannað fyrir Mac, það er alveg rétt. Svo var það portað yfir á Windows, rétt. Ég veit ekki til þess að ég hafi verið að mótmæla þessu. :) Sjá fyrri póst minn.
Flest af því sem þú segir um örgjörvann er rétt. Það er ekki MHz sem skiptir máli, enda NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ SEGJA í mínum fyrri pósti. ;) Það að 500MHz PPC taki 1GHz x86 örgjörva, er það sem ég var að tala um. Er þá líklegt að ég hafi verið að meina að 500MHz væri hið sama á PPC og x86?
Því miður er það líka rétt hjá þér að PPC örgjörvarnir hafa þróast mjög hægt undanfarið. Það eru ýkjur hjá þér að þeir hafi farið frá 200MHz upp í 550MHz á meðan x86 fór frá 100MHz upp í 1.5GHz, vegna þess að reyndar náði x86 200MHz á undan PPC.
En það er slæmt auðvitað að PPC fari ekki yfir 550MHz. Ég ætla ekki að verja það, en ég veit að það fer að lagast. Þetta er sökum einhverrar pólitíkar. Motorola fokkaði einhverju upp big time, og á meðan IBM fór eitt og sér upp í 700MHz á G4 á sínum tíma (u.þ.b. þegar Intel og AMD voru að ná 700MHz), en IBM og Motorola þróuðu einmitt PPC örgjörvann saman, svo að þetta er orðin einhver alger steypa, samt sem áður.
Annars er ég ekkert á leiðinni yfir 500MHz í nánastu framtíð svo að mér er alveg fokksama um þetta. ;) Og einu get ég lofað þér, að þrátt fyrir Quake og PhotoShop, eru 60.000.000 manns þarna úti sem er það líka. Ég vil samt ekki verja þetta, vegna þess að þetta er eitt af því sem þarf vissulega að lagast, en ég afneita algjörlega þeirri fáránlegu kenningu að Apple sé eitthvað á leiðinni í gólfið út af þessu, því að fáfróðir leikmenn og blaðamenn hafa verið að spá því í nánast þann tíma sem Apple hefur verið til, á mun gáfulegri forsendum en þessari.
Svona fyrir utan það, þá sjáum við hvað gerist með MacOS X. Ég man ekki hvort þeir ætluðu að porta það yfir á x86. Ef þeir gera það, þá fagna ég því, en ef ekki… þá er mér eiginlega líka skítsama. ;)<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is