Sælir <br>
Ég er að kljást við leiðindavandamál í tölvunni minni. Ég er með geforce 2 MX beyglu einhverja. Það er alltaf einhver draugur á skjánum hjá mér. Ég bjó til mynd sem sýnir þetta ágætlega en þetta er svolítið ýkt.. <br>
<img src="http://gunnare.askja.org/draugur.gif“><br>
Þetta er langverst ef ég er með 1280*1024 upplausn, aðeins skárra með 1024*768 og alveg horfið ef ég stilli á 800*600 sem er náttúrulega grín upplausn. Hélt kannski að þetta tengdist eitthvað driver málum en ég var að setja inn nýjasta dræverinn frá nvidia og þetta lagaðist ekki neitt.
er með 17” ProView skjá frá hugver.
Hafið þið einhverja hugmynd um hvað er í gangi hjá mér?