Munurinn á EDO og “normal” (FPM eða hvað sem það heitir) minni er allavega sá að EDO minnið er hraðara. Ég man ekki afhverju :p
Móðurborðin gera engan greinarmun þar á, þú getur haft annaðhvort EDO eða hinsegin. Eini vandinn er sá að mjög fá, ef einhver, móðurborð þola það að þeim sé ruglað, þeas. að þú sért td. með bank0+1 af EDO og svo bank2+3 normal. Sum boota sér upp þannig en þá færðu oftast villur í Windows sem lýsa sér þannig að td. ef þú ert að spila tölvuleik, þá slekkur hann alltíeinu á sér og þú endar á windows desktoppinu.
Mundu bara að með þessi gömlu minni þá þarftu alltaf 2 eins minniskubba til að mynda 1 heild. Þú getur ekki haft bara 1 minniskubb, það þarf alltaf að vera par. Þessi “leiðindi” voru lagfærð með tilkomu SDRAM.
Til þess að sjá hvort að þú sért núna með EDO eða “normal” minni, þá geturu yfirleitt séð það þegar þú kveikir á tölvunni. Ýttu á “pause” á lyklaborðinu þegar upplýsinga skjárinn birtist, kemur eftir innraminnistalninguna… æi, þú veist ábyggilega hvað ég er að tala um…
Pentium 1 rokkar :) Tölvunördun og fikt fór langt niður eftir að þetta varð allt svona auðvelt, BIOS stillingar fyrir allt… engir jumperar, ekkert vesen … ullabjakk :p
Ef þú hefur áhuga á því, þá er ekkert því til fyrirstöðu að keyra þessa 133MHz vél á 166MHz. Þessir örgjörvar hitna svo lítið og þurfa varla viftu. Eðlileg Socket7 kæling, góður kubbur + einhver vesæl vifta (reyndu að fá unit af einhverju AMD K6 dæmi) ætti að halda þessu langt undir mörkum þótt að þú overclockir um 33MHz, sem í þínu tilviki er 25% sem er ágæt prósentutala. Það munar um þessa hraðaaukningu en athugaðu samt að fyrir 6 árum seldu tölvubúðir yfirleitt overclockaðar tölvur þannig að þín tölva er hugsanlega 100MHz, stillt sem 133 og þessir örrar fara ekki nema ca. 33MHz yfir uppgefinn hraða. 90 -> 120, 100->133 og annað hef ég ekki prófað :)
btw. það borgar sig ekki að kaupa svona minni nýtt, athugaðu partalistann