Hérna vitiði af hverju það fóru alltíeinu að koma svona beep-hljóð úr skjánum mínum (já ég er viss um að þetta er skjárinn…!) eftir að ég setti radeon9000 í vélina mína?
Þetta er mjög fáránlegt, þetta gerist sem sagt þrisvar í boot-ferlinu: þegar ég kveiki á tölvunni (rétt áður en það kemur mynd á skjáinn), áður en þetta svarta w2k dót kemur og svo áður en startup-screenið kemur. Sem sagt alltaf áður en það kemur einhver allsherjar breyting á skjánum á meðan hún er að boota sér.
Þetta breytir mig svo sem engu máli, en ég varð mjög hræddur fyrst þegar ég heyrði þetta!