Ok, setjum um eitthvað netkerfi sem dæmi.
Það samanstendur af 4 vélum, einni með 10 mb netkort og þremur með 100 mb netkort.
10/100 HUB: Þessi tegund af höbb getur keyrt á bæði 10 og 100 mb hraða. Ef þú tengir þessar 4 tölvur í þennan höbb, þá mun hraðinn á öllu netkerfinu fara niður í 10mb/s. Þar á meðal á milli 100 mb tölvanna.
Semsagt, ein tölva með 10 mbit netkort getur klúðrað hraðanum á netkerfinu all alvarlega.
Ef tvær af tölvunum eru að færa gögn á milli, þá mun gagnahraði milli hinna tölvanna tveggja minnka.
SwitchingHub: Þetta er nokkurskonar millileið á milli switchs og höbbs. Ef þú tengir 10mbit tölvu núna við netkerfið, þá mun hraði hennar við netkerfið verða 10 mbit. Afturámóti þá helst hraði hinna tölvanna 100mbit. Hraðinn á öllu netkerfinu dettur semsagt ekki niður í 10mbit eins og í dæminu á undan.
Switch: Hérna er svo fundin lausn við hinu vandamálinu. Ef tvær tölvur á netkerfinu byrja gagnafærslu, þá helst hraðinn á hinur tveimur samt stöðugur. Semsagt ekki mikið hraðatap við gagnaflutning.
Ég ætla að vona að þetta sé rétt og að ég sé ekki að gleyma neinu.
Fólk má gjarnan leiðrétta mig :>
<br><br>
<hr align=“right” width=“55%” noshade size=“1” color=“#585780”>
<hr align=“left” width=“35%” noshade size=“1” color=“#585780”>
<center><a href=“mailto:izelord@email.com”>Email hérna</a
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.