Jæja, ég er í einhverju djöfulsins basli með TV-Outið á skjákortinu mínu. Um daginn var ég búinn að stylla þetta inn og þetta virkaði vel. Svo var ákveðinn heimilismaður sem kvartaði yfir því að það væri vont að músin færðist lengst til hægri og vildi láta taka þetta út. Ég aftengdi þetta, en núna þegar ég ætla að setja þetta upp aftur get ég það ekki. Ég er búinn að fara mörgum sinnum yfir þetta allt og ég veit það að mér er líklega að sjást yfir eina litla styillingu! Eitt sem ég held að sé atriði í þessu er að núna sé ég bara einn tölvuskjá (hægrismell á deskt. - properties - settings), en ég sá alltaf tvo skjái, annan númer eitt og hinn númer 2. Hvað í ****** er að?

deTrix