Ég er með mjög skrýtið vandamál sem er að valda mér miklum heilabrotum.

Málið er það að ég hef verið að sækja skrár frá server hér bæ. Ég framkvæmi sfv tékk á skránum áður en ég sæki þær og allar eru í góðu lagi. Síðan þegar ég er búinn að sækja, sfv tékka ég skrárnar aftur og þá gerist það reglulega að ein af skránum er corrupt. Ég eyði þá skránni permanently með (shift-delete) og sæki hana aftur og viti menn hún er aftur corrupt. Nú er ég búin að sækja hana aftur og aftur með öllum ftp forritunum sem ég er með, látið ftp forritin skrifa hana á báða hörðu-diskana í vélinni og allt kemur fyrir ekki. Skráin kemur alltaf corrupt!

Til að sannreyna að skráin sé örugglega heil á servernum hef ég sótt hana á aðra vél sem ég hef aðgang að sfv tékkað hana þar og þá er allt í fína lagi.

Vandamálið hlýtur því að liggja í vélinni minni. Hefur einhver einhverja logical skýringu á þessu?

kv,
Julio