Ok, ég er orðinn fáranlega pirraður á tæknibæ!!!!
Jæja, fyrir 2 árum, keypti ég skrifara, 4x að gerðinni LG(gold star). Ok, virkaði fullkomnlega…. fyrstu 2 mánuðina!!! Ok, ég vissi að það væri 1 árs ábyrgð, svo ok. Ég fer þess vegna með hann til þeirra, oog ok, þeir skoða hann, hringja svo í mig og segja, að það sé alltí lagi með hann, en að ef ég vildi, gæti ég borgað 2 þúsundkall aukalega og fengið nýjann, af annari gerð, nánartiltekið Creative. Ég vel seinni möguleikann, að fá nýjann, og fer bara heim. Hann virkar einsog ætlast var til…. í 11 mán! svo að ég kom fyrir viku aftur til þeirra, nánar tiltekið miðvikudaginn 18 sept, og kaupi nýjann, þegar þessi gamli var búinn að vera bilaður í kanski 4 mánuði. Ok, ég kaupi nýjann, MSI, 48x. Ok ég er alveg í góðu skapi, alveg þangað til að ég er að fara að skrifa disk, á 24x. Ok, það tók fuckin 15 MÍN!!! Semsagt jafn hratt og 4x. Ég sendi þeim e-mail á sunnudag, hef ekki fengið svar, svo að ég geri það eina sem mér kemur til hugar….KVARTA UNDAN ÞESSU Á HUGA, TIL AÐ REYNA AÐ FÁ FÓLK TIL AÐ KAUPA EKKI SKRIFARA HJÁ TÆKNIBÆ. Annars er allt annað sem ég hef keypt þar alveg ágætt. Það er reyndar 2 ára ábyrgð núna, svo að ég er bara að fara að skila honum og fá nýjann, en þeir hafa semsagt eitt hátt í 2 dögum af tíma mínum, bæði þar sem ég hef verið að checka hvort þetta sé hugbúnaðarvandamál, en svo var ekki.