Ég verslaði mér “GreatSpeed GS-R250S Duo” Router og ADSL tengingu hjá Landsímanum fyrir viku. Þá var mér sagt að það tæki 3 daga að virkja tenginguna.
Ég tengdi dótið (við hub) eins og mér var sagt að gera í bæklingnum sem fylgdi routernum, nema bara ég vissi ekki hvaða “mode” ég átti að velja (Ethernet over ATM, Classical IP over ATM, PPP over ATM eða PPP over Ethernet).
Ég fiktaði og fiktaði og ekkert gekk svo ég ákvað að fara með tölvuna og routerinn niðrí búð. Þar var þetta sett upp í “PPP over ATM”, kveikt á “DHCP Server” og slegnar inn fullt af tölum. Allt fúnkeraði fínt hjá þeim. Svo fer ég með tölvuna heim og tengi allt dótið eins og þeir gerðu það en samt virkar þetta ekki (sleppti hubbinum). Svo ég lét mæla tenginguna inn í húsið og þeir sögðu að hún væri fín.
Búinn að prófa að slökkva á DHCP og setja ákveðna IP tölu á netkortið. Búinn að prófa öll mode-in. Búinn að reyna WinXP og Win98. Og meira að segja búinn að prufa að USB tengja routerinn við tölvuna.

Ef ég PINGa routerinn þá fæ ég reply. “ADSL” ljósið á routernum blikkar fyrst (er að tengja sig) og verður svo stöðugt (er tengdur), “Act” ljósið er dauft oftast og blikkar skært af og til, “Eth/Act” og “10/100” ljósin eru alltaf stöðug.

Kallinn hjá Landssímanum segir að þetta hafi líklegast eitthvað með TCP/IP stillingar að gera, en ég er búinn að reyna allt þar. Er einhver sem veit hvað gæti verið að?

Specs:
AthlonXP 1700+
ASUS A7M266 móbó.
CNet PRO200 netkort.
GreatSpeed GS-R250S Duo router.
Win98 & WinXP.

thnx.