Sælir

Ég er að vandræðast með tv-out á kortinu mínu. Ætlaði að vera sniðugur og tengja tölvuna í sjónvarp til að geta counter-strike í svona specable formi. ;)

En vandamálið er að sjónvarpsmerkið dettur alltaf út þegar ég ætla að loada leikinn. Ég er búinn að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af detonator en ekkert hefur gengið. Á reyndar eftir að prófa Creative driverinn, þar sem þetta er creative skjákort. Gæti það haft einhver áhrif? Einhver sem veit hvað getur verið að?

Specs:
AMD xp 1800+
256MB DDR
Creative Geforce 4 MX 440
og slatti af öðru hardware sem ætti nú ekki að hafa áhrif á þetta.