ég er með CTX VL700 skjá og vandamálið er eftirfarandi.

Alltaf ef ég slekk á tölvunni og ræsi aftur t.d. daginn eftir þá er skjárinn fastur í 60hz og mjög mikið vesen að laga, en þó tekst mér það stundum, ég tek skjáinn úr plögginu og ræsi vélina og síðan slekk ég strax aftur og sting í og þá kemur það _stundum_. Hvað er að ske ? Skjákortið að klikka ? (2 mánaða gamalt ati r8500 64mb ddr). Eða er það skjárinn ? Ég er búinn að reyna nýja drivera fyrir bæði skjáinn og skjákortið….

Ég var svo eitthvað að skoða pluggið fyrir skjáinn og tók eftir að það vöru tvö “göt” þar, eins og brotnir pinnar. Svona var þetta hjá mér:

…..
.x…
x….

x = gat
. = pinni

Er einhver pinni brotinn ??

Hjálp vel þegin, og meðan ég man þá helst refresh rateið ef ég restarta…. ég er búinn ad reyna einhver refresh rate fix sem virka ekkert…. :Þ