Ég var að versla mér Mitsumi Cr-485CTE 40x/20x/48x brennara, sem á að vera magnað tæki miðað við verð. Svo set ég hann í tölvuna og tengi hann við “Secondary” tengið á móbóinu sem “Slave” (er með DVD drif á “Master”). Kveiki á tölvunni og BIOSinn finnur hann, stillt á AUTO og ekkert mál.
Svo þegar WinXP startast þá finnur það ekkert. Bara þetta eina DVD drif mitt sem hefur alltaf verið þarna. Furðulegt.
Þá rístarta ég tölvunni og starta Win98 í staðinn. Það finnur hann og skellir honum inn. Get brennt og allt í ordann.
Þá dettur mér í hug að svissa drifunum. Set brennarann á “Master” og DVDið á “Slave”. Þá finnur WinXP brennarann en DVDið er horfið.
Þetta finnst mér fáránlegt. Það koma engir driver-ar með brennaranum, bara diskur með Nero, CDin og einhverju gagnslausu drasli (ég leitaði út um allt á disknum).

Specs:
AMD AthlonXP 1700+
ASUS A7M266 (256MB DDR minni)
40GB IBM & 10GB Seagate á “Primary”
Pioneer Slot-in 16x DVD & Mitsumi CR-485CTE á “Secondary”
SB Audigy, GF4 MX460, CNet netkort og 56k módem, allt í AOpen kassa.

Kannast einhver við svona vandræði?