Ég mundi halda að þetta ætti að passa fínt. Ég þekki samt ekki ET kassana en móðurborðið gerir ekki miklar kröfur þannig að svo lengi sem að það sé ATX power supply í kassanum, þá ætti þetta að ganga vel fyrir sig :)
Mundu svo bara að passa þig þegar þú setur móðurborð í, að ekki hafa of mörg “tippi” undir móðurborðinu. Tippin eru semsagt þetta sem að skrúfurnar festast í… æi, veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt það… Allavega, ef það er þannig einhversstaðar þar sem það á ekki að vera, þá er möguleiki á að það leiði einhversstaðar í gegn og þá virkar þetta ekki.