Hvar fæ ég svona dæmi til að geta verið þráðlaust á netinu? Get ég notað það ef ég er með ADSL II Er orðinn ansi þreyttur á því að hafa helvítis símasnúruna liggjandi þvert yfir húsið.
Þú getur fengið þráðlausann netbúnað í flestum tölvubúðum og símbúðum (amsk. Svar í kópavogi). Sendarnir og netkortin eru öll samhæfð, svo lengi sem þau fylgi staðlinum, sem þau flest gera.
Þú getur alveg tengt þetta við ADSL módem. Reyndu bara að fá þér módem með innbyggðum router annars þarftu að fá þér sérstakann router sem er held ég dýrara. Svo tengiru bara módemið við þráðlausa net-sendinn í gegnum venjulegann Cat-5 netkapal. Gætir þurft crossover kapal.
Ráðfærðu þig bara við sölufólkið í búðinni sem þú ákveður að versla við. Þetta er allavega hægt og ekki láta þá telja þér trú um annað bara til að losna við að afgreiða þig þar sem þeir kunna ekki á þetta :p Ég hef lent í þannig afgreiðslufólki…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..