Ég keypti mér nýlega svona þráðlaust Logitech lyklaborð og mús en núna nýlega er ég búinn að lenda í vandræðum með scrolltakkann á músinni í tölvuleikjum. T.d. í Hitman 2 demo-inu þá getur maður fengið upp menu og hægt er að nota scrolltakkann til að scrolla á milli hluta í menu-inum. En þegar ég reyni t.d. að scrolla niður þarf ég að fara u.þ.b. 3hringi til að scrolla niður en þá scrollar það niður alla leið. Síðan ef ég reyni að scrolla upp þá fer það líka alla leið upp, stoppar ekkert á milli. Þetta er mjög slæmt vegna þess að núna er ég að byrja að spila Morrowind og þegar ég er að lesa bækur eða Journalið þá sé ég ekkert hvað stendur í miðjunni. Sérstaklega bækurnar, get bara lesið fyrstu og seinustu blaðsíðuna.
Með fyrirfram þökkum
Garrison
P.S. Ég er búinn að prufa að skipta um batterí<br><br>Johnny (the homicidal maniac) og Squee(með Shmee) VS 2 mörgæsir í neðansjávarbardaga. Hver vinnur?
Johnny (the homicidal maniac) og Squee(með Shmee) VS 2 mörgæsir í neðansjávarbardaga. Hver vinnur?