Vertu viss um að hann sé rétt jumperaður. Hver IDE rás styður 2 tæki, td. harðann disk eða geisladrif. Annað tækið verður að vera stillt á Master (MA) og hitt á Slave (SL). Þú getur stillt þau bæði á Cable Select (CS) og þá ákvarðast staða drifsins (hvort það sé slave eða master) eftir því í hvort tengið á kaplinum þú tengir það í. Það er ekki mjög gott því að þá getur þú ekki ráðið því hvort drifið er Master.
Þú vilt yfirleitt hafa Windowsið á Master drifi þar sem að amsk. eldri útgáfur af Windows settu það sem skilyrði fyrir því að virka. Windows2000 og XP held ég að pæli ekkert í þessu.
Til þess að BIOSinn greini harða diskinn þarf að láta hann vita að nýr diskur sé kominn í tölvuna, nema hann sé stilltur á “auto”. Það er mismunandi eftir BIOSum en oft er fídus sem heitir “IDE HDD Auto Detection” eða þá að þú ferð í þetta sem er efst til vinstri, “Basic Settings” eða e-ð. Það er allavega sama valmynd og þú breytir klukkunni. Fiktaðu þig bara áfram eða lestu handbókina sem kom með móðurborðinu þínu.
Eftir að BIOSinn hefur greint diskinn bootaru annaðhvort upp DOS (ef þú ert með Win9x eða ME), af diskettu eða með því að velja F8 og keyrir Fdisk en ef þú ert með Windows2000 (kannski XP líka) þá ferðu í “Disk Management” í Control Panel -> Administrative Tools -> Computer Management. Þar getur þú svo búið til Partitition eins og þú vilt í þægilegu músarstjórnuðu gluggakerfi (annað en Fdisk :p ). Ég hef aldrei gert þetta í XP enda líkar mér það hýra kerfi illa.
Ég held að þú þurfir að rístarta eftir partition breytingar en næsta skref er allavega að formatta, sem mundi auðvitað gerast eftir rístartið. Eftir það er þetta allt komið.