Ég á í miklum vanda með skjákortið mitt (MSI GeForce2 TI (Starforce serían)). Þannig er mál með vexti og vaxtavexti að stundum þegar ég kveiki á tölvunni minni þá byrja ég í 640x480 í 4bit lit. Þegar ég kíki í device manager (ég er með XP) þá er gult upphrópunnarmerki við skjákortið mitt og segir Code 10. Ég get ekki breytt upplausninni né color depth :/ .
Ég er búinn að reinnstalla nýjustu driverunum frá nvidia oft(virkar lítið). Ég er buinn að formatta (þetta var líka fyrir formöttun) en þetta vandamál er ennþá.
P4 1,5 GHz
AOpen AX4BS (nýjasti bios)
768MB Ram
GeForce2 Ti 64MB (Starforce serían frá MSI (nýlegur bios)
Nýjustu driverar fyrir öll tæki
Öll update fyrir XP
IBM P72 17" skjár
Plíííís einhver hjálpi mér með þetta, ég er að verða geðveikur á þessu :\\