Þú gefur ekki mjög nákvæmar upplýsingar…
- Discman spilarar (ferðageislaspilarar) -
Hafa flestir amsk. heyrnartóla útgang (jack) en þeir vandaðri (td. Sony ;) ) eru líka með “line out” tengi (jack) sem hentar betur fyrir allt nema heyrnartól. Line out tengi er nefnilega ekki háð því hversu hátt þú stillir volumið á spilaranum, er ekki “magnað” (er alltaf með sama styrk á merkinu) og svona…
Til þess að fá “jack in” verðuru að fá þér MiniDisc spilara. Svona tæki hafa aldrei (svo ég viti) RCA tengi enda eru þau alltof klunnaleg.
- Bílaspilarar -
Aiwa tækin hafa Jack in tengi framaná (flest amsk.), Pioneer tæki sem styðja IP bus styðja RCA in (í gegnum IP-bus -> RCA breytir), Kenwood er með svipað system og Pioneer. Rockford Fosgate hafa minnir mig sum líka verið með RCA inngang…
Flest nýleg bíltæki hafa RCA útgang en ef þú ert óheppinn þá geturu fengið hátalara víra -> RCA breytir, þeas. þá tekur lítið tæki merkið frá hátalaravírunum og gefur þér frekar slappt RCA merki.
- Ghettoblasters (eða hvað það heitir) -
Humm… það eru fáir sem eru mjög áhugasamir um svona tæki og því eru enn færri sem tileinka sér nákvæma þekkingu um þau. Reyndu bara að skoða vörulistana á internetinu hjá fyritækjum einsog Pioneer, Sony, Aiwa… hvað sem þau heita öll.
Einhvernveginn grunar mig að þú sért að leita að “ghettoblaster”…
Hvað ertu annars að reyna að gera?