Ok hérna er málið, ég var að reyna að setja upp RedHat Linux á vélina mína (dual boot) og lenti í vandræðum með skjákortið (lét helvítis installerinn sjá um að velja skjákortið). Mér fannst soldið furðulegt að refreshrate-ið á skjánum þegar installerinn keyrði var óþægilega lágt (flicker eins og munurinn á 100hz sjónvarpi og venjulegu) og þegar ég reyndi að boota linux í X windows slöknaði á skjánum en kviknaði aftur og virkaði fínt þegar ég skipti yfir í console shell með ctrl+alt+F-takkar. Það sem hinsvegar mér fannst virkilega óþægilegt var að þegar ég bootaði í windows aftur… var sama flicker vandamál þar. Þetta veldur því að það er mjög þreytandi að horfa á skjáinn (sérstaklega þegar mikið hvítt er á skjánum eins og hér á huga).
Ef einhver hefur EINHVERJA hugmynd eða hefur lent í þessu áður þá væru allar uppástungur vel þegnar fyrir utan eitthvað eins og: “settu upp nýjann driver”, “fáðér nýjan skjá” eða eitthvað þannig.
Ég er með frekar aldraðann 17“ Targa 1785A skjá og MSI Starforce GF4 MX420 kort sem ég er að keyra með Detonator 29.40 og skjákorts BIOS er 4.17.00.45.91
Móðurborð er KT3-Ultra ARU með AMD AthlonXP 1900+ og 512MB Kingston DDR333.
Ég vona virkilega að þið getið raddeð mér því að ég er að verða vitlaus á þessu lága refresh rate-i.
Rx7<br><br><i>”Give a man fire and he's warm for a day, set fire to him and he's warm for the rest of his life"</i> -TP