Ég er hérna með P3 450 Mhz, 256mb, 10gb hdd og TNT2 Ultra. Ennþá með sama stýrikerfi og þegar ég setti hana upp, Win 98SE. Þetta er vægast sagt hörku jálkur sem hefur aldrei klikkað og þjónað sínu hlutverki í mörg ár.

En núna hef ég loksins látið undan þrýstingi frá öfgahópum vatnskældra snúrulúða um að kaupa eitthvað aðeins betra.

Þetta byrjaði fyrst í einhverju minimal. En þá fór ég að reikna og var fljótur að því. 10.000 í viðbót og ég get fengið eitthvað betra, 10.000 í viðbót og ég get fengið eitthvað enn betra. Síðan náttúrulega endaði þetta á einhverju monster sem kostar fjárlög Fjarkistans.

Nú er bara að millifæra fúlguna með tárin í augunum og vona að monsterinn dugi mér jafn lengi og jálkurinn, en jálkurinn mun hinnsvegar lifa út sína ævidaga sem linux miðlari í rólegheitum.

Einhver ógeðslega sniðug undirskrift