Small Form Factor tölvur (svokallaðar smátölvur), er einhver hérna að nota svona græjur.
Ég rakst á úttekt á svona græju á www.viahardware.com.. http://www.viahardware.com/ss51xpc_1.shtm P4 með AGP
http://www.viahardware.com/cfs868_1.shtm AMD (AGP version á leiðinni) tékkið á handfanginu,, ég sé lanpartíið alveg fyrir mér.
Tölvan sem er skoðuð heitir Shuttle XPC SS51 og er að mér sýnist snilldar græja. Móðurborðið í henni styður P4 400/533fsb og DDR333. Auk þess er ein AGP rauf, ein PCI rauf, Firewire/usb/usb2.0/6rása hljóð/ata 133 o.s.frv.
Pláss er fyrir 1x CD-ROM. T.d. DVR/CDRW/DVD combo drif, 1x floppy drif og svo einn harðan disk.
Kubbasettið er frá SiS og er mjög svipað nýjasta kubbasettinu frá þeim sem heitir SiS648 og er víst algjör schnilld. Stutt er í AMD XP útgáfu af sama móðurboði.
Því spyr ég: er svona græja með P4 2.4-2.6 ghz 533mhz fsb/ 512mb DDR333mhz, GF 4 Ti, 160GB HD, mega combo skrifara osfrv ekki drauma vél allra. Ég væri t.d. alveg til í að henda út Dragon mega turninum sem saman stendur af Asus A7V333 raid/firewire, AMD XP2100+,Abit GF4 TI4400, 765mb PC3200 DDR400mhz, 260gb diskpláss, 4x kassaviftur, SB-Audigy, blablbla.. osfrv fyrir eina svona netta græju.
Hvað finnst ykkur um svona mini tölvur??
Fart