Tökum þetta sem dæmi:256 MB/333 MHz DDR
256Mb táknar stærð/umfang minnisins (megabæt). 256Mb er nóg fyrir flesta. Það er hins vegar ekki nóg fyrir dellukalla. Að auka minnið getur verið ódyrasta leiðin til að fríska upp á tölvu og auka vinnsluhraða hennar. Þeim mun meira minni, þeim mun betra.
333MHz táknar vinnsluhraða minnisins (megahertz), þeim mun hærra, þeim mun betra. Hafa ber í huga að þegar hugað er að minniskaupum þá ber að tryggja það að móðurborðið styðji viðkomandi minni. Ekki er unnt að setja DDR minni á móðurborð sem aðins styður SDRAM.
DDR táknar “Double Data Rate Synchronous” þ.e. sem andstæðan við SDRAM sem er gamla minnið “Synchronous DRAM”. DDR getur tekið við upplýsingum og sent frá sér upplýsingar á sama tíma á meðan SDRAM getur aðeins gert eitt í einu (annað hvort).
Að minnið er 333MHz tekur semsagt ekkert af megariðum örgjörvans, sbr. næst-síðasta spurning þín :)
Vona að þetta hjálpi þér Gunnutromm.<br><br><font face=“Verdana, Arial, Helvetica, sans-serif”><font size=“1”>Goodfella | <a href=“mailto: einnallsber@hotmail.com”><font color=“#DA2F36”>Sendu mér póst</a></font> | <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=xits&syna=msg“><font color=”#DA2F36“>Sendu mér skilaboð</a></font> | <font color=”#DA2F36"><u>Eða ekki…</u