Nú var ég að versla mér nýtt móðurborð, nýtt skjákort, nýjann minniskubb og nýjan örgjörva. Þar sem ég er ekki mjög reyndur í uppsetningu á vélbúnaði langaði mig til að spyrja ykkur, hvernig set ég þetta allt upp? Tek ég bara alla drivera út, slekk á vélinni, set móðurborðið í, set allt í móðurborðið, kveiki á vélinni og fer eftir leiðbeiningum sem koma á skjáinn frá windowsinu eða þarf ég að gera eitthvað flóknara?
PS Ég fékk ekki windows disk með vélinni heldur fékk ég leyfi frá windows til að kópera aðra windows diska (?) svo ég get ekki formattað.