Sæl talbina,
Það sem þú þarft til að tengjast þráðlausu neti Háskóla Íslands er þráðlaust netkort sem styður IEEE 802.11b staðalinn. Það ætti ekki að skipta neinu máli hvar kortið er keypt, á meðan það styður þennan staðal. Auðveldast væri að þú keyptir Lucent kort, en það eru þau kort sem við mælum helst með.
Til þess að geta byrjað að nota þráðlausa netið þarftu svo að fara á þessa síðu:
http://www.rhi.hi.is/net/thradlaust/skraning.htmlÞarna þarft þú gilt notandanafn og lykilorð, sem þú færð úthlutað þegar þú sækir um aðgang að almennu tölvukerfi HÍ. Auk þess þarftu svokallaða MAC addressu þráðlausa kortsins. Leiðbeiningar varðandi það hvernig þú finnur MAC addressuna er að finna á skráningarsíðunni sem ég vísaði í hér fyrir ofan.
Ef frekar spurningar vakna skaltu ekki hika við að senda þær til notendaþjónustu RHÍ, help@hi.is
–
Kristófer Sigurðsson Tel: +354 525 4103
Netsérfræðingur/Network specialist E-mail: ks@rhi.hi.is
Reiknistofnun HÍ/University of Iceland
Public PGP key: finger -l ks@katla.rhi.hi.is