í dag nýtist svona minni eingöngu í yfirklukkun. Það eru nokkrir mánuðir síðan að PC3200 DDR400mhz kom út, og menn hafa verið að nota það þannig að þeir keyra upp front side bus-inn á móðurborðinu upp í svona 170-190mhz (via kt333 kubbasettið vinsælt), með því ná menn mikilli aflaukningu. Það er að vísu ein forsenda fyrir því að þetta gangi og hún er að margfaldari örgjörvans (AMD) sé ólæstur. T.d. er margfaldari AMD XP2100+ fastur í 13x og ef hann yrði ekki keyrður niður myndi sá örgjörvi keyra á 13x190mhz = 2470mhz sem yrði honum ofviða. Þess vegna yrði margfaldarinn að vera opinn þannig að hægt væri að stilla hann niður, t.d. í svona 10x þannig að örrinn keyrði á svona 1900mhz (sem er allt í lagi). Þá værir þú með 1900mhz örgjörva og 190mhzx2 = 380mhz minni.
400mhz kubbasettin koma ekki fyrr en í vetur, þá bæði frá ViA og Nvidia.
Ég er sjálfur með PC3200 400mhz DDR, en hef ekki enn prufað að yfirklukka, þori því eiginlega ekki.
Fart