Já það er þess virði!
Hann er í fyrsta lagi með hliðarlok, maður getur opnað tölvuna á 3 sekúndum…. og já það er læsing með lykli á því svo þú þarft ekki að óttast..
Hann er með slot load viftustæði, maður þarf ekki að skrúfa vifturnar í heldur smellir maður þeim bara, drifinn er líka snilld, maður getur sett sleða á drifinn og síðan getur maður rennt þeim út með einu smelli…snilld. Hann er með pláss fyrir 3 geisladrif(allaveganna sú stærð) og 6 harða diska!!! 4 stæði fyrir kassaviftur og hann er með litlu gati á hliðinni sem er akkúrat á þeim stað þar sem örgjövaviftann er staðsett þannig að loftið sem hann blæs frá örranum fer beint út úr kassanum sem er ennþá meiri snilld!
Hann er með 8 pci-isa-agp raufar aftaná, þannig að þú getur verið með þín kort aftaná og svo mellt með svona “pci-raufarviftu”, honum er hægt að loka og læsa að framan þannig að það er ekki hægt að kveikja á tölvunni af því að það lokar fyrir allt á framhlið hennar.
Þvílíkar mannvitsbrekkur sem villast hérna inn alltaf!!
Já það er þessvirði að borga 18 þús kall fyrir hann, þetta er besti fáanlegi kassi sem ég gat fengið mér hérna á landinu(fyrir utan lian li)
Já það er allt í lagi að ef ég mæti með kassann á LAN að það séu einhverjir með svoleiðis, þá veit ég bara að þeir vilja líka það besta eins og ég!