Það er eins með þetta og svo margt annað að menn eru með og á móti, ég er sjálfur að keyra mína tölvu með MX440 skjákorti og mér finnst það vera alveg gargandi snilld ég veit að MX460 kortið er töluvert mikið betra en MX440,
en hérna á huga hafa menn verið að tala misvel um MX kortin og mig langar til að vita hvað finnst ykkur eiginlega að þessum MX skjákortum?
Ég hef sé mörg skjákort í sama verðflokki (nb. í SAMA verðflokki) og þau eru ekkert að gera neitt betri hluti en þessi MX kort.
Athugið að það er ekki hægt að bera saman 10.000-20.000 króna kort og 30.000-40.000 króna kort eða dýrari eins og mér finnst að menn séu gjarnir á að gera hér.
Td. ef einhver spyr hvort ætti ég að fá mér MX440 eða MX460 sem eru á verðbilinu frá 10.000 rúmlega og í 20.000
Þá finnst mér ekki rétt hjá ykkur að segja, fáðu þér bara Microstar G4 Ti4400, sem kostar um 40.000 kall ! eða Microstar G4 Ti4600 sem kostar rúmlega 50.000 kall !
Kveðja
myfamily <br><br>Windows XP er brilliant !
http://www.kissmyfloppy.com/aaa44s/img3ca73df553032.gif