Gleymdi að svara seinni hlutanum :)
<h1>Nauðsynlegt:</h1>
-<b>Vélbúnaður</b>-
128mb innra minni er minna en lágmark í dag. 256 er “normið”. Ef þú vilt keyra XP er 256 það sem þú þarft til að forðast geðveilu. DDR minni ef þú vilt vera kúl, SDRAM virkar samt alveg. 10gb harður diskur er “nóg” fyrir það allra nauðsynlegasta. Örgjörvar eru bara örgjörvar… Reyndu að hafa hann yfir 1ghz (1000mhz). Celeron er auðvitað hægara en Pentium alveg eins og Duron er hægara en XP.
-<b>14“ skjár</b>-
Þeir minni eru verri af gæðum og leiðinlega litlir. Auk þess geturu uppfært allt nema skjáinn þannig að hafðu hann í lagi strax!
-<b>USB tengi, PCMCIA tengi</b>-
USB er staðall sem er mikið notaður í dag. PCMCIA eru PCI raufar ferðatölvanna. Ef þú vilt bæta við netkorti, módemi etc. þá þarftu PCMCIA rauf. Yfirleitt eru þær tvær og geta notast saman til að mynda PCMCIA II rauf, sem hefur líklega einhverja kosti…
-<b>Þau drif sem þú notar innbyggð</b>-
Ef þú notar ekki floppy drif (frekar líklegt), þá hefuru ekkert að gera við það innbyggt. Ef þú vilt hafa tölvuna létta og ert nettengdur, þá þarftu engin geisladrif heldur. Utanáliggjandi er auðvitað bara vesen en ef þú þarft drifin ekki eða kýst létta tölvu þá skiptir það engu máli.
-<b>Net möguleikar</b>-
Tölva án (inter)nets er bíll án hjóla. Þess vegna er gott að hafa alla möguleika opna :) 10/100 Netkort er bráðnauðsynlegt því það er jú staðallinn. 56k módem er hentugt á ferðalögum. Þráðlaust er ótrúlega þægilegt en sendirinn (móðurstöðin, höbbinn) er dýr og því nýtist það þér nánast bara í skóla. Nema þú auðvitað eigir 30k fyrir sendi heima hjá þér :) Svo er líka kominn nýr staðall í þessu þráðlausa sem er 10x hraðari. Það er samt rándýrt dæmi einsog er.
-<b>Möguleiki á tengikví</b>-
Ef þú notar tölvuna mikið heima við en vilt samt geta kippt henni með þér, þá er möguleikinn á tengikví nauðsynlegur. Þá þarftu ekki alltaf að tengja einhverjar 10 snúrur eða e-ð… treystu mér, mjög böggandi.
-<b>Hljóðkort</b>-
Svo lengi sem það sé Stereo og full duplex, þá skiptir það engu máli. SoundBlaster compatibility ef þú vilt spila eldgamla leiki.
<h1>Svalt:</h1>
-<b>TV Out</b>-
Þetta ætti reyndar að vera undir ”nauðsynlegt“ en það er það samt ekki. Ef þú vilt nota TV out eða telur þig þurfa það einhvern tímann í framtíðinni (mjööög líklegt), þá skaltu gjöra svo vel að kaupa tölvu með því. Það er dýrt spaug að fjárfesta í svona búnaði seinna meir. Það kostar nokkra bláa peninga sko!
-<b>Þrívíddar skjákort</b>-
Ef þú ætlar að spila nýlega leiki, þá þarftu svona og þegar ég segi ”þarftu“ þá meina ég leikirnir fara ekki í gang án þess. Hvaða dót sem er virkar, svo lengi sem það heiti ”3d“ eitthvað. Auðvitað er meira gaman að hafa betra kort :) 8mb er lágmarkið í dag, 16 er fínt en 32mb er það næsta sem þú kemst fullnægingu.
-<b>DVD/Brennari</b>-
DVD er auðvitað engin nauðsyn en skemmir ekki fyrir. Ég finn ekki fyrir því að leikir eða annað sé bundið við DVD diska og því eru venjuleg drif alveg gjaldgeng.
Brennari… jú jú, má svosem alveg vera með. Ef þú ert með brennara í tölvu heima hjá þér þá þarftu þetta ekkert. Einn brennari á hverju heimili er samt bara skylda á þessum tímum Kazaa og Napster menningarinnar. Þetta rífur samt verðin upp úr öllu hófi.
-<b>Harðdiskpláss</b>-
Gullna reglan: meira = betra :) 30gb er það stærsta í dag held ég… 5400sn diskar eru víst komnir í laptoppa núna, frá IBM auðvitað ;) Annars eru þeir venjulega 4200sn eða e-ð. IBM diskar eru í tölvum frá mörgum framleiðendum.
-<b>Firewire/USB 2.0</b>-
Firewire ef þú ert í video pælingum eða vilt hafa möguleikana opna, USB 2.0 uppá framtíðina en ekki nauðsynlegt. Með þessum tengjum áttu hægara með að tengja utanáliggjandi skrifara, harða diska, geisladrif, stafrænar myndavélar, skanna, stafrænar vídeovélar ofl. USB 2.0 er svona ”budget“ Firewire… finnst mér amsk. ;)
-<b>Bluetooth</b>-
Bluetooth ef þú vilt tjá þig þráðlaust við svölustu símana :) (*hóst* SonyEricsson *hóst*). Þá nýtiru þér til fullnustu GPRS hæfileka nýjustu símana fyrir sítengt internet í gegnum GSM símann á ADSL hraða. Þetta er líka hægt að nota sem staðarnetstengingu ofl. Önnur símafyrirtæki, svo sem Motorola, Nokia ofl. munu fylgja þessum Bluetooth staðli í framtíðinni.
Bluetooth er hægt að fá í PCMCIA korti líka.
-<b>Paralell/Serial tengi</b>-
Paralell tengi ef þú vilt tengja prentara beint við tölvuna þína, oldschool way. Flestir nýjir prentarar styðja USB og svo eru auðvitað allir svalir nördar með prentarann á staðarnetinu ;p . Paralell var líka notað í ”den“ til að tengja saman tölvur. Ekki eitthvað sem mig langar að endurupplifa…
Serial var á sama hátt notað til að ”lana“ í gamla daga en er minna (lesist ”ekkert") notað í dag. Amsk. ekki af fólki með eðlilega geðheilsu. Það er samt hægt að nota þau undir margt annað. Svo sem gamlar mýs (er nú ekki kominn tími til að skipta henni út…), gamlar stafrænar myndavélar ofl. Einnig er þetta mikið notað til að tengja GPS tæki við ferðatölvur sem er náttúrulega BARA svalt!!! Láttu mig vita það :p Ef þú ert ekki í jeppum eða að tengja tölvuna þína við eitthvað furðulegt (td. veðurathugunarstöð), þá hefuru ekkert við þetta að gera.
Vona að þetta segi þér eitthvað :)