Þetta er nákvæmlega það sama og menn hafa verið að segja frá útgáfu Macintosh véla. ;)
Cube er ekkert aðalvara Apples í dag. Eins og þú eflaust veist er það iMac. Nú, við gætum endalaust rifist um ágæti þeirra véla, en eitt er á hreinu, og það er að helvítið selst. Mikið, líka.
Það sem aftur á móti vantar dálítið mikið, er víðsýni á meðal manna eins og þinna. Jafnvel hörðustu PC-menn sjá G4 Cube og dauðlangar í, því að þetta eru sömu tölvunördar og fíla Windows “ekkert sérstaklega vel”.
Núh, ég veit ekki hvort þú vitir skít í þinn haus eða ekki, en Linux, BeOS og viðbjóðslega mörg önnur kerfi keyra á Macintosh vélar. Reyndar er Linux og BeOS hvort tveggja á t.d. G4 turna svoddan endalaust djöfuls rokk.
Jafnvel ef við segðum okkur nú að hinn RISC-byggði (sem almennt er betra) PPC örgjörvi sem Macintosh vélar nota sé álíka hraðvirkur og hinn CISC-byggði (sem almennt er verra) Pentium örgjörvi, þá er Cube samt snilldarvél, vegna þess að hún er mjög lítil, og mjög hljóðlát. Innimaturinn er verulega aðgengilegur, og Cube er bara sniðug tölva öll, eins og hún leggur sig. Þetta myndir þú vita ef… well, þú hefðir nokkurn tíma kynnt þér málið áður en þú þvaðraðir um það.
Svo er auðvitað alltaf spurning. Hvort er verra? Linux og Windows eða Linux og MacOS? Svona fyrir utan það að MacOS X clientinn fer að koma út, og býst ég alveg við því að hann verði svoddan rokk.
G4 Cube er almennt góð vél og ef þú vilt vera þinn tölvunörri í friði, settu bara upp Linux, BeOS eða nánast hvað sem þú vilt ef þér andskotans sýnist. Það veit ég að ég mun gjöra. :)
En jæja, þú ert greinilega einn af þessum fáfróðari svo ég ætla að láta í friði að væla meira í þér. ;) Vona bara að þú komist í það að kynnast almennilegri tölvuvinnslu sem nær lengra en út á hvaða leikir eru til fyrir tölvuna sem þú átt. Fáðu þér PlayStation.