Bilaðir IBM diskar
Mér heyrist á eitthverjum hér að menn hafi lent í vandræðum með
IBM harða diska, er það raunin að þeir séu eitthverju gallagripir.
Ég hef átt nokkra harða diska (sá elsti 10 ára) og eru þeir allir
ennþá í lagi, nema tæplega ársgamall 41gb IBM diskur sem
hrundi um daginn og virðist vera illfáanlegur til að virka.
Eftir að hafa reynt að bjarga honum með öllum tiltækum ráðum
gafst ég upp og formataði, það tók 10 tíma með tilheyrandi
hávaða. Hann virðist virka núna en ég treysti ekki á það lengi.
Hvað er þetta low level format er það eitthvað sem getur
virkað, það virðist vera eitthverjir bad sectorar og
jafnvel eitthvað meira.
Hvernig er best að ganga úr skugga um að diskurinn sjálfur
sé í lagi?
Hafa menn eitthver góð ráð fyrir mig.
Kveðja
Benzi