Sælir félagar,

Eru einhver þekkt vandamál þarna á milli, ég var að púsla saman græju og hún virkar súper, nema þegar ég fer í leiki sem nota opengl, þá frís hún eftir svona 30 sek.

Ég er með nýjust skjákortsdrivera frá Abit (framleiðandi skjákortsins), nýjasta ViA 4in1 fixið, nýjasta bios. Ég er bara ekki að finna út úr þessu.

Er einhver sem hefur lent í því sama, eða einhver sem veit lausnina.

T.d. get ég spilað C.S. í software án vandræða, en um leið og ég stilli á opengl þá frís draslið, SoF2 dugar í svona 30 sek.

plz ekki pósta ef þið ætlið að koma með stúpid comments eins og “via er drasl”.

specs: (svona fyrir ykkur dellumennina)
AMD XP2100+
Gigabyte GA-7VRXP raid/usb2.0/lan/creative sound
Abit Siluro GF4 TI4400
768mb PC3200 400mhDDR
2x80gb WD 7200 (stripe raid) + 100gb WD
SB Audigy
12x8x32 CD-RW
Svartur Dragon
Neonkit, hljóðeinangrun, viftustjórnborð.