Sælir Hugar,
Ég er nýlega búinn að setja inn hjá mér Windows XP
en ég er ekki ennþá búinn að setja upp hjá mér Vírusvörn
sem er náttúrulega til skammar og alveg merkilegt að ekkert hefur ennþá komið upp hjá mér 7-9-13
Nú langar mig til að leita ráða hjá ykkur varðandi vírusvarnarbúnað ég notaði lengi vel Norton með 98 og ME
mér fannst það ekki skemmtilegt kerfi hægði mikið á tölvunni en virkar örugglega mjög vel þrátt fyrir það.

Hvaða vírusvarnarkerfi eru best fyrir XP að ykkar mati?

Ég á gamlan Norton V.5.0 sem ég hef verið að spá í að setja upp
hann er gerður fyrir WIN98, WIN95 NT4.0 og DOS
er mér óhætt að setja allt sem er gert fyrir WIN NT 4.0 til dæmis í XP þar sem XP er í raun NT kerfi ???

Ég þakka ykkur sem svarið mér.

Kveðja
myfamily