Ef þú treystir þér ekki til að uppfæra sjálfur og þekkir engann sem er bæði viljugur og fær um að gera það fyrir þig, þá ættiru að íhuga “súper uppfærslurnar” svokölluðu. Það er margt betra þarna úti en þetta dót ætti allt saman að virka.
Mundu líka að þegar þú færð tölvunördinn vin þinn, frænda eða kunningja í heimsókn í nokkra klukkutíma til að setja saman fyrir þig tölvu, setja hana upp eða bara laga “smá vandræði”, þá er hann að fórna sínum frítíma í að vinna. Það er of oft sem það er vanmetið og menn fá kannski klapp á bakið eftir 5 tíma vinnu, jafnvel nokkurra daga. Það er gaman að geta hjálpað til og gert greiða en þetta verður leiðinlegt þegar maður er orðinn 24/7 ókeypis tech support. Vildi bara koma þessu á framfæri :) Þeir taka það til sín sem eiga það (eða hvernig sem þetta er sagt).
Passaðu þig bara á því að gæði eru oftast betri en magn þegar kemur að tölvum (og reyndar flestu) vegna þess að þá færðu meiri stöðugleika, endingu, áreiðanleika og uppfærslumöguleika í framtíðinni. Gæði þýða oft líka betri samhæfni við aðra íhluti og hugbúnað, betri reklastuðning og fleira sem getur gert þér lífið mun auðveldara í framtíðinni. Betri tæki styðja oftast nýjustu tæknina sem þýðir að þau endast þér lengur.
Það sem hentar oftast best er að ákveða fyrir fram hve miklu þú ert reiðubúinn að eyða í tölvuna og halda þér nokkurn veginn innan þess ramma. Það er nefnilega endalaust hægt að “fá 10gb stærri harðann disk fyrir 2000kr” eða “100MHz hraðari örgjörva fyrir 1000kr” og áður en þú veist af ertu kominn 20.000kr yfir það sem þú settir þér. Treystu mér, það er ekkert mál að “uppfæra” fyrir 200.000kr.
Ef þú setur þér peningamörk mæli ég með því að þú kaupir vandað móðurborð sem styður flesta nýjustu eiginleikana og hröðustu örgjörvana í dag og frekar spara í þá hluti sem auðvelt er að uppfæra þegar á líður eins og td. innra minni eða harða diska, geisladrif osfrv. Ef þú fjárfestir í vönduðu móðurborði ættiru að ári liðnu ekki að eiga í vandræðum með að finna harðann disk eða innra minni sem passar í þína tölvu. Það gæti verið sniðugt að kaupa sér ódýrari örgjörva núna (semsagt Duron eða Celeron) og svo þegar þú ert tilbúinn að eyða meiri pening í vélina, að fá sér þann hraðasta sem það styður. Vandaður kassi og sérstaklega skjár! eru hlutir sem gætu fylgt mörgum örgjörvum og hörðum diskum út sinn endingartíma.
Athugaðu að skjákortið er það sem hefur mest áhrif á hraða leikjanna. Þú værir alveg ágætlega settur með <1000MHz örgjörva ef þú hefðir gott skjákort. Ekki kaupa þér það hraðasta og dýrasta vegna þess að verðin á því eru oftast fáránleg. Ég mæli með ca. 20.000kr í skjákort ef þú vilt vera í fínum málum fyrir sanngjarnan pening. Ódýrari MX kort keyra líka alveg leikina en þá ertu kannski ekki að gera eins hagstæð kaup hraði/verð-lega séð. Annars er svo ör þróun í skjákortabransanum að maður hefur varla undan með að fylgjast með þeim :p Auk þess er það mjög afstætt hvað er best hverju sinni. Ég vill því leggja áherslu á þetta með að setja sér peningamörk.
Vona að þessi fyrirlestur hjálpi eitthvað :)