Ég er búinn að skoða töluvert af þessum póstum hérna í sambandi við hvað er best að kaupa þegar maður er að koma upp nýrri tölvu…. en ég er samt hálf villtur í þessu öllu svo það væri fínt ef einhver gæti aðstoðað mig aðeins í þessu.

Ég er núna með einhverja ferlega slappa tölvu hérna… nokkuð gamla og algerlega úrelta í mínum augum, í kringum 450mhz eða svo og það eina sem ég myndi nota úr henni væri gamli góði skrifarinn minn, skjárinn, lyklaborð og mús.

Ég er semsagt að leita að góðum, öflugum turn, ég vil geta spilað nýja tölvuleiki í góðri upplausn og svo unnið eitthvað í myndvinnslu. Er eitthvað vit í þessum súperturnum frá tölvulistanum t.d. eða svipuðum tilboðum frá öðrum fyrirtækjum eða er þetta bara vesen í gegn?
Ég treysti mér ekki til að sjá um uppsetninguna sjálfur en það er nú alltaf hægt að finna einhvern í það… hvernig talva myndi ganga upp fyrir mig? Ég hafði líka hugsað mér að fá nér adsl aðeins seinna… spila einhverja leiki á netinu og svoleiðis ef það skiptir einhverju máli.

Allavega eru öll ráð vel þegin… bara svona ef þið nennið að svara enn einum tölvubjánanum.

með fyrirfram þökk
MadMonk