Góðan dag!
Ég er með gamla vél (amd athlon 64 x2 dual core processor 4200+) og er með þrjá harða diska í henni.
Þegar ég var með IDE-kapal á milli DVD-drifsins og einn af HDD virkaði hvorugt (drifið las ekki og tölvan fann ekki diskinn).
Þegar ég tók svo kapalinn úr HDD, þá virkaði DVD-drifið.
Hvernig get ég látið DVD-drifið og HDD virka saman á sama kaplinum?
Kv.
Bjarni