Ég dreg það ekkert í efa. En þú ert samt að tala um vöru, sem þú ert að bjóða til sölu. Varan er notuð, og jaðrar við að vera ónothæf(það þarf bara lítið til að skjárinn fari ef þar sést í víra). Þessa vöru ertu að bjóða á rugluðu verði, þegar hægt er að fá glænýja vél á svipaðann pening. Ekki jafn öfluga, að sjálfsögðu, en glænýja, í ábyrgð og með vélbúnaði sem er ekki handónýtur. Vélin þín gæti skemmst daginn eftir að kaupandinn fær hana og þá kostað verð sitt í viðgerð.
Það er ekki óalgengt að það sé talað um að hlutir falli um helming í virði þegar þeir hafi verið notaðir bara pínu. Þetta er að sjálfsögðu einföldun, en þú skilur vonandi hvert ég er að fara. Þú gætir beðið um 25 þús fyrir þessa vél ef hún væri ekki svona alvarlega sködduð.
Ef þú tækir bíl sem dæmi.. "Pústið er að fara, en það er tjóðrað við bílinn og ég hef notað bílinn þannig í heilt ár án nokkurs vandræða. " Svo einhver önnur vandamál ofan á það, sem hindra ekki bílinn í að virka endilega, en þýða samt að bíllinn sé hársbreidd frá því að vera ónýtur.. Slíkur bíll gæti jafnvel farið á minna en 25 þús.
En eins og þú sagðir sjálfur.. þú um það.
Slíkur bíll gæti farið á fimmtíu til hundrað. Kynntu þér markaðinn.
Þessi tölva er nothæf, með windows 7 stýrikerfi, office pakkanum, virkri vírusvörn, og öllum helstu forritum sem hinn almenni notandi gæti krafist. Ef farið er vel með hana gæti hún enst í mörg ár í viðbót.
Vissulega gæti skjárinn farið á morgun ef þú dúndrar honum niður eða sveigir hann aftur á fullu.
En annars er ég líklega búin að losa mig við þessa tölvu á 20 þús.
Þú þarft ekki að hafa meiri áhyggjur af því.