Sem útskrifaður Tölvunarfræðingur til nokkra ára get ég sagt þér að þú hefur enga þörf á Alienware tölvu fyrir námið, nema þú ætlir þér að spila tölvuleiki í stað þess að læra.
Einnig eru Alienware tölvurnar langt frá því að það besta sem þú getur fengið fyrir peninginnn, þar sem þeirra viðskipta módel er að gefa sig út fyrir að vera hágæða tískuvara og rukka óafvitandi kaupendur í samræmi.
Betra væri að setja saman þína eigin vél fyrir minni pening og fá mögulega betri afköst í leiðinni. Þar sem þú ert að hugsa þér fartölvu þá er erfiðara mál að setja saman eina slíka en til eru margar góðar vélar á markaðnum sem gefa svipuð afköst á lægra verði.
Tölvunarfræði gengur ekki út á það 'bling' sem þú notar heldur hvaða fræði þú kannt. Gerðu sjálfum þér því greiða og sneiddu framhjá AW, keyptu ódýrari en þó góða vél og notaðu rest til að kaupa bækur og kaffi.