Pricewatch finnur lægstu verðin á hinum og þessum tölvuhlutum í USA. Það er ekki sjálfgefið að þeir aðilar sem Pricewatch bendir á vilji senda til landa utan USA, svo ekki sé talað um Ísland (en margir retail gaurar flokka okkur ekki með Evrópu). Auk þess eru þetta lægstu möguleg verð, en ekki þau algengustu.
en segjum sem svo að þú fáir minnið á þessu “lægsta verði í USA” og sá gaur sem er með það til sölu vilji senda það til Íslands, þá átt þú náttúrulega eftir að taka með í reikninginn shipping og handling, virðisaukaskatt og tollskýrslugerð (sem þarf að gera þrátt fyrir að tölvuvörur séu tollfrjálsar).. Shipping og Handling er sendingarkostnaður og umsýslugjald (pökkun, og akstur á pósthús. En við skulum reikna dæmið svona upp á grín.
Kuppburinn kostar $78 + c.a. $15 í S/H * 93(gengi) + 1,245(vsk) + 1500 (tollskýrslugerð)= c.a. 12.000 hingað komið.
Þá áttu eftir að taka með í reikninginn áhættuna við að fá dótið ekki sent, og að það komi gallað eða vitlaus hlutur sendur, sem felur í sér aukinn sendingarkostnað fyrir þig við það að leiðrétta mistökin. Svo er engin ábyrgð á dóti sem þú pantar að utan, nema þá hugsanlega DoA ábyrgð (dead on arrival).
anyways… Kubburinn minn fæst á 14þúsund, er í 100% lagi og kemur með DoA ábyrgð.
;)