Sælir drengi og stúlkur (ef þær eru hérna)
Málið er það að fyrir nokkrum dögum geysaði hérna í DK þrumuveður og varð ég þá neyddur til að taka tölvuna mína úr sambandi til að ekki kæmi í hana skammhlaup og grillaði allt sem fyrir varð. En nóg um það.

Daginn eftir setti ég vélina aftur í samband og þá sá ég að vélin var bara sett upp sem 1,1ghz en ég er með AMD 1,7xp og var mér boðið upp á að fara inn í BIOS að breyta þessu sem ég og gerði. En nú vil ég vita hvort þetta sé eðlilegt eða hvort ég þurfi eitthvað að gera við vélina til að laga þetta.

Ég gæti alveg ímyndað mér að ég þyrfti að uppfæra BIOS,inn hjá mér. En þar sem míntölvukunnátta er að mestu bundinn við almenn forrit og Autocad vildi ég biðja ykkur um aðstoð um það hvernig ég að bera mig að í þessu eða þá um það hvað gæti verið að vélinni.

Stutt:
Tók vélina úr sambandi startaðist upp aftur sem 1.1ghz í staðinn fyrir 1,7 ghz (þetta hefur komið áður fram)

-AMD athlon 1,7xp

Hvernig uppfæri ég BIOS eða þá er þetta eðlilegt eða hvað þarf ég að gera til að koma í veg fyrir þetta?

Takk fyrir aðstoðina.
<br><br>If it aint broken, dont fix it
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.