Já halló, ég fór á stjá núna i vikunni og kíkti á viftur fyrir tölvuna mína sem er 1700+ xp í svörtum dragon kassa og heyrist eins og í flugvél.
Málið var að ég er orðinn geðveikur á þessum hávaða og byrjaði á þvi að kíkja í tölvulistann, en þar hafði ég séð nýja viftu frá coolermaster sem nefnist silent coolermaster, skellti mér á hana en hún kostaði 2990.
Skellti henni í og heyrði ágætist mun á hávaðanum sem var minni. Því næst datt mér í hug að skipta út kassaviftunni sem var ágætist hávaði í, hafði keypt hana á 800kall í Hugveri, fór niður í Miðbæjarradío og spurði hann hvort hann væri með kassaviftur á litlum snúning sem voru hávaðalausar, sagði hann mér að hann væri með eina sem væri hávaðalaus en hún kostaði 3990 :)
Bað ég hann um hvort ég gæti fengið að heyra í henni svo hann tengdi hana við einhverskonar rafmagnsbox og stillt hana á 12volt,….. og það heyrðist ekki múkk í henni! Samt fínt loftflæði sem hú gaf frá sér, spurði ég hvernig þetta væri öðruvísi en aðrar venjulegar 80mm viftur, þá sýndi hann mér svona hálfgerða koparstykki sem voru inní miðjunni á viftunni og er þetta sama tækni og balancerar bíldekk á bílum…. sagði hann allaveganna. Ég skellt mér á hana og setti hana í tölvuna og núna er ég bara ágætlega sáttur við hávaðann. Eini hávaðinn sem ég held að sé eftir er í power supplyinu.
Langaði bara að punkta þessu niður hér til allra sem hafa verið að reita hárinn sín yfir hávaðanum í tölvunni sinni, þetta er það sem ég gerði allaveganna án þess að panta einhverja rosa viftu frá útlöndum :)
Silent coolermaster 2990 Tölvulistinn
Pabst 80mm kassavifta 3990 Miðbæjarradíó sem er við hliðina á Fíladelfíusöfnuðinum.
Og síðan í lokin, veit einhver hvort Pabst framleiðandinn séu með svona hljóðlátar viftur fyrir örgjöva?