1- Bestu kaup sem ég hef séð í seinni tíð á geisladiskum eru 700mb Kodak diskar hjá Office 1. Þeir eru á 99kr stk./með hulstri. Kodak eru fremstir í gerð gæða geisladiska (non-medical) og framleiða sína diska sjálfir.
2- Mér líst líka sæmilega á eProformance hjá Tæknibæ, en framleiðandinn heitir Prodisc of hefur getið sér orð fyrir sæmileg gæði. Þeir eru aðeins ódýrari. Ég á eftir að skoða þessa diska betur en þeir virðast virka ágætlega.
3- Tölvulistinn er með Infiniti diska. Framleiðandinn heitir Ritek of þykir alveg ágætur.
Infiniti diskarnir eru stimplaðir af fyrirtæki sem heitir Medeainternational sem líka stimpla Discrite (SKC) og DiscPlanet (Leaddata) diska. Discrite og DiscPlanet er mikið selt í Pennanum og er algjört hauga-helvítis-drasl.
*- Tölvulistinn er með 99min diska frá Infiniti sem eru líka framleiddir af Ritek og hafa reynst mér mjög vel. Tölvulistinn hefur einnig reynst mér og vinum mínum mjög vel með skil á ‘'gölluðum’' geisladiskum (reyndust vera í fínu lagi).
*- Ef ykkur nægja 650 mb diskar þá situr BT á Fuji og Kodak diskum sem eru mjög ódýrir og vandaðir.