Ég var eitthvað að fletta í gegnum “Supported CD Writers” listann hjá <a href="
http://elby.ch/english/products/clone_cd/index.html“>Clone CD</a> og þar sá ég að Teac og Asus skrifararnir studdu flesta af þessum ”nauðsynlegu" fídusum. Það kom mér svoldið á óvart að Creative gerðu stóra klessu í sína brók þarna því að þeirra skrifarar lásu ekki neitt. Ég var nokkuð ánægður með það hvað Sony skrifarinn minn var duglegur þrátt fyrir aldur :)
Mér finnst margt skipta máli þegar kemur að geisladrifum. Td. heyrist varla í Sony skrifaranum mínum þegar ég er að spila tónlistardiska í honum en Hitachi DVD drifið sem ég er með er einsog þotuhreyfill við það eitt að spila tónlist. Ég myndi td. aldrei fá mér Creative því að það eru háværustu helvíti sem ég veit um.
Svo þarf líka að athuga sóknartímann og hversu lengi drifið er að spinna upp.
Að öllu þessu leiti er ég ánægður með Sony skrifarann minn, þrátt fyrir að hann sé bara 8x og ekki með buffer underrun (sem var ekki/varla komið þá) og myndi hiklaust mæla með þeim.